28.11.2014 12:13
Maggý VE 108: Fær nýtt stýrishús, nýjan borðsal o.fl. hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur
Í gærmorgun kom til Njarðvíkur Maggý VE 108. Mun báturinn fljótlega verða tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, þar sem sett verður á hann nýtt stýrishús, sem í raun var smíðað í stöðinni á bátinn meðan hann hét Ósk KE 5, en ekki verið sett á bátinn fyrr en nú. Einnig verður borðsalurinn endurnýjað, báturinn öxuldreginn o.fl. Hér koma myndir af bátnum í Njarðvíkurhöfn í gær og mynd sem ég tók af stýrishúsinu í síðasta mánuði
![]() |
1855. Maggý VE 108, í Njarðvíkurhöfn, í gærmorgun © mynd Emil Páll, 27. nóv. 2014
![]() |
Stýrishús sem fara átti á Ósk KE 5, en fer nú á Maggý VE 108, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur © mynd Emil Páll, 22. okt. 2014


