28.11.2014 15:16
Farsæll GK 162: Þriðju eigendaskiptin á árinu
Samkvæmt frásögn Gísla Reynissonar, í blaðinu Reykjanes, hafa nú í vikunni orðið þriðju eigendaskiptin á Farsæl GK 162 á árinu. Í febrúar var þessi Grindavíkurbátur seldur aðila í Sandgerði og nú í vikunni aðila í Ólafsvík.
![]() |
1636. Farsæll GK 162, í Grindavík, í dag © mynd Emil Páll, 28. nóv. 2014
Skrifað af Emil Páli

