28.11.2014 09:10

Einar Sigurjónsson keyptur til Sandgerðis - verður Hannes Þ. Hafstein

Fyrir nokkrum vikum sagði ég frá því að samningar stæðu yfir um kaup á björgunarskipinu Einari Sigurjónssyni til Sandgerðis og kæmi hann í stað Hannesar Þ. Hafstein, sem ekki liggur fyrir hvað verði um. Í vikunni var gengið frá kaupunum og kom Einar Sigurjónsson til Njarðvíkur í fyrrakvöld, en hann verður tekinn upp í Skipasmíðastöð Njarðvíkur fljótlega.

 

          2593. Einar Sigurjónsson, sem verður Hannes Þ. Hafstein, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll,  í gær, 27.  nóv. 2014. Báturinn verður tekinn upp í  Skipasmíðastöð Njarðvíkur fljótlega.