19.11.2014 12:28

Sólplast: Tveir í sama húsi sem tóku sjálfir á rás mannlausir og sigldu upp í fjöru

Í sama húsi hjá Sólplasti, í Sandgerði eru tveir bátar sem eiga það sameiginlegt að hafa tekið á rás, mannlausir og siglt upp í fjöru.

Fyrri báturinn Siggi Gísla EA 255, fór frá bryggju í Keflavíkurhöfn og sigldi upp í fjöru og skemmdist mikið, en viðgerð hans er nú langt komin.

Fyrir nokkrum dögum sagði ég frá litlum skemmtibáti sem ég nefndi Sunday, en hann losnaði einnig frá og sigldi fór upp í fjöru hinum megin fjarðarins. Birti ég nú tvær myndir af þeim báti, en og sýni hans rétta nafn.

 

 

 

          Búi, hjá Sólplasti, Sandgerði, í gær © myndir Emil Páll, 18. nóv. 2014