19.11.2014 21:00
Bjarnveig RE 98 / Tjaldanes ÍS 522 / Von SF 101 / Sandvík HM 123
![]() |
||||||||||||||||
|
|
Smíðanúmer 49 hjá Slippstöðinni hf. Akureyri árið 1988. Báturinn stóð á stokkunum í þrettán ár í bragga sem var staðsettur ofan við Hjalteyrargötu á Akureyri, gengt Slippstöðvarhúsinu, norðanverðu. Þaðan var hann dreginn fullbúinn á járnplötu suður fyrir Slippsstöðvarhúsið, niður með slippvagninum og inn í vagninn og sjósettur. Þegar báturinn sigldi frá stöðinni var hann háfermdur af krabbagildrum, sem krabbinn átti að synda inn í og var honum þá allar útgönguleiðir ófærar. Þetta er að sögn Árna Björns Árnasonar, á Akureyri sem sagði mér þessa sögu, eini báturinn sem smíðaður hefur verið hérlendis til slíkra veiða. Það gekk þó ekki upp.
Í árslok 2000 var báturinn tekinn á land í Kópavogshöfn og var þar fram til sept. 2001. Hann var síðan afskráður 27. sept. 2004, en þann dag var hann seldur til Damerkur.
Á ferli sínum hefur hann þó borið eftirfarandi nöfn: Bjarnveig RE 98, Tjaldanes ÍS 522, Tjaldanes II ÍS 522, Von SF 1, Von SF 101, Afturelding, Aðalvík BA 109 og nafnið í Hirtshals, Danmörku: Sandvik HM 123, en hann var síðast þegar ég vissi enn í eigu íslendinga búsetta þar í landi.









