15.11.2014 10:11

Er Siglunes SI, á förum til Njarðvíkur og þaðan til Belgíu, í pottinn

Fréttir berast um það frá Siglufirði að Siglunesi SI 70, sem nýlega var lagt þar, sé senn á förum til Njarðvíkur, en niðurrifsfyrirtækið í Ghent í Belgíu væri búið að kaupa skipið. Með vorinu væri áætlað að það færi frá Njarðvík með Blómfríði SH í togi í hinstu för beggja skipanna og eins og fyrr segir til Belgíu. Þó þetta hafi ekki verið staðfest, eru þeir á Siglufirði sem fluttu mér fréttirnar, öruggir um að svona verði það.

 


             1146. Siglunes SI 70, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 11. mars 2014