13.11.2014 06:00

Sighvatur Bjarnason VE 81, drekkhlaðinn á leiðinni til Eyja, í gær

Mynd þessa tók ég frá Hópsnesvita í Grindavík, í gær og þá var báturinn kominn þar framhjá og var langt frá landi, því er myndin ekki alveg nógu góð, en nota hana samt. Þarna er báturinn drekkhlaðinn að koma af síldarmiðunum og trúlega á leið til heimahafnar í Vestmannaeyjum.

 

           2281. Sighvatur Bjarnason VE 81, siglir fram hjá Hópsnesi, Grindavík, drekkhlaðinn af síld á leið til Vestmannaeyja © mynd Emil Páll, 12. nóv. 2014