07.11.2014 20:21

Benni Sæm GK 26, hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur ,,frábær vinnubrögð og sér í lagi suðan"

Þessar myndir tók ég í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær og sýna að báturinn er að mestu búinn að utan og svo mun einnig vera að innan. Framundan er því málningavinna og eitthvað annað. Vinna starfsmanna slippsins hafa vakið mikla athygli ýmsra er hafa áhuga fyrir skipsmíðum og einn þeirra sem fylgst hafa með smíðinni, er maður sem ég þekki vel og hefur bæði starfaði sem skipstjóri, vélstjóri og útgerðamaður, auk þess að hafa komið við smíði stálbáta. Hann hefur komið niður í slipp a.m.k. þrisvar sinnum síðan vinnan hófst við bátinn og þegar ég var að taka myndir í gær var hann þar í þriðja sinn og dómur hans var ,,Frábær vinnubrögð og sér í lagi suðan".


              2430 Benni Sæm GK 26, lengdur og um leið tekið aðeins af stefninu


                                           Svona lítur stefnið út


 


             2430. Benni Sæm GK 26, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær

                                  © myndir Emil Páll, 6. nóv. 2014

 

AF FACEBOOK:

Þráinn Jónsson Tólf dagar eftir af upphaflegri tímasetningu og enn allt á áætlun,þrátt fyrir nokkur aukaverk. Og allir sem hafa komið að þessu verki hafa staðið sig hreint út sagt frábærlega.