07.11.2014 20:21
Benni Sæm GK 26, hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur ,,frábær vinnubrögð og sér í lagi suðan"
Þessar myndir tók ég í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í gær og sýna að báturinn er að mestu búinn að utan og svo mun einnig vera að innan. Framundan er því málningavinna og eitthvað annað. Vinna starfsmanna slippsins hafa vakið mikla athygli ýmsra er hafa áhuga fyrir skipsmíðum og einn þeirra sem fylgst hafa með smíðinni, er maður sem ég þekki vel og hefur bæði starfaði sem skipstjóri, vélstjóri og útgerðamaður, auk þess að hafa komið við smíði stálbáta. Hann hefur komið niður í slipp a.m.k. þrisvar sinnum síðan vinnan hófst við bátinn og þegar ég var að taka myndir í gær var hann þar í þriðja sinn og dómur hans var ,,Frábær vinnubrögð og sér í lagi suðan".
![]() |
||||||
|
|




