06.11.2014 10:12
Ferðalagi Jóns Gunnlaugs og Sæmundar að ljúka
Svo virðist vera að nú sé loksins að ljúka ferðalagi þeirra Jóns Gunnlaugs ST 444 og Sæmundar GK 4 í pottinn fræga. Sem kunnugt er voru skipin kyrrsett alllengi í Skotlandi, en svo virðist vera að Jón Gunnlaugs hafi að lokum farið einn þaðan, en hollenski dráttarbáturinn Multrasalvor 3, hafi komið með Sæmund, nokkru á eftir, því Jón Gunnlaugs beið í sólarhring við strendur Belgíu áður en þeir komu þangað. Hér birti ég mynd af MarineTraffic, sem sýnir Jón Gunnlaugs, hollenska dráttarbátinn og síðan dráttarbát frá Belgíu sem gæti verið lóðsbáturinn.
![]() |
1204. Jón Gunnlaugs, Multrasalvor 3 hugsanlega með 1264. Sæmund og Esvagt Supporter, undan strönd Belgíu, nú í morgun © skjáskot af MarineTraffic, kl. 10.08 í dag 6. nóv. 2014 |
Skrifað af Emil Páli

