05.11.2014 11:12

Reginn ÁR 228 og Sævík GK 257, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær

Hér sjáum við Reginn ÁR 228, nýkominn upp í slippinn hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær. Bak við hann stendur bátur sá sem á sínum tíma var nefndur Sævík GK 257 og hét síðast Hafursey VE 122, en ekkert hefur verið unnið við hann síðan Vísir fór í að flytja allan sinn rekstur til Grindavíkur. Hefur ekkert lekið út hvað verði um síðarnefnda bátinn.


 


           1102. Reginn ÁR 228 og 1416. Sævík GK 257, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær © mynd Emil Páll, 4. nóv. 2014