Marco Polo á flot á ný"/>

01.11.2014 17:33

Marco Polo á flot á ný

ruv.is:
 
 
 
 

Skemmtiferðaskipið Marco Polo sem strandaði á Buksnesfirði í Norður Noregi snemma í morgun losnaði af strandstað á fimmta tímanum í dag. Þetta kemur fram á vef fréttablaðsins Lofotposten

Þegar fór að flæða síðdegis losnaði skipið af sjálfu sér, að sögn björgunarmanna. Því var ekki þörf á aðstoð strandgæsluskipsins Harstad sem var á leið á staðinn. Yfir eitt þúsund manns eru um borð í Marco Polo, þar af 750 farþegar. Ekkert amar að fólkinu.