30.10.2014 20:02

Sólplast: Lenging á Garra BA 90 að hefjast og síðan verður báturinn heilsprautaður

Fyrir ekki svo löngu var sagt frá því hér að tveir bátar komu á sama degi til Sólplasts. Annar þeirra var Ingibjörg SH 174 sem kom til viðgerðar og er hann löngu farinn aftur. Hinn báturinn er Garri BA 90, sem ekki var alveg tilbúinn strax til þeirra breytinga sem hann átti að fara í, en nú er það komið í gegn og í morgun var báturinn tekinn inn í hús hjá Sólplasti þar sem hann verður fljótlega sagaður í sundur. Það er gert vegna þess að lengja á bátinn, þar að auki á að sprauta hann upp á nýtt.

Hér er mynd sem ég tók af bátnum í dag kominn inn í hús, þar sem unnið verður við hann.


           6575. Garri BA 90, hjá Sólplasti, í dag © mynd Emil Páll, 30. okt. 2014