30.10.2014 17:25

Kyrrsetning Jóns Gunnlaugs ST og Sæmundar GK, í Englandi - Peningaplokk og mafía

  • Þorkell Hjaltason, umboðsmaður fyrirtækisins í Belgíu sem keypti skipin til niðurrifs var ekki að spara stóru orðin á FB síðu sinni, varðandi það af hverju skipin væru kyrrsett í Englandi. Sagði hann þetta um málið:
    Peningaplokk held ég, þurftum að borga 3500 pund til þess að fá þá til að tala við okkur.Í Nígeríu ræna þeir skipum með því að sigla út í þau, hér ræna þeir skipum þegar þau skjótast inn í höfn til að taka olíu og fá smá aðstoð
     
    Þegar MCA kom hér um borð þegar skipin komu inn spurðu þeir hvort skipin gætu ekki farið í brotajárn hér í staðinn fyrir í Belgíu.Sama dag mættu hér kallar sem vildu fá þau í brotajárn hjá sér. Það læðist sterkur grunur að manni að þetta sé einhver mafía sem starfar hér
     

                Hér er búið að mála línu framan á skipið sem á að draga þ.e. 1264. Sæmund GK 4 © mynd í Englandi, Þorkell Hjaltason, 30. okt. 2014