27.10.2014 21:00

Orlik K-2061 og Hamar, koma til Njarðvíkur frá Hafnarfirði og í lokin bættist Auðunn við

Rússneski togarinn Orlik K-2061, hefur legið í þó nokkur misseru við bryggju í Hafnarfirði og var nú um tíma í eigu Hringrásar, sem keypti togarann til að rífa hann. Einhverjar tafir hafa orðið á rifinu og í dag dró dráttarbáturinn Hamar togarann til Njarðvíkur og rétt áður en þeir komu þangað, bættist hafnsögubáturinn Auðunn í hópinn

 

 

 

           2489. Hamar, dró Orlik K-2061 frá Hafnarfirði og inn á Stakksfjörðinn, en þar bættist 2043. Auðunn í hópinn

 

 
 
 

 


                2489. Hamar, dregur Orlik K-2061 og 2043. Auðunn fylgir á eftir

 

 


                 Hér nálgast skipin bryggjuna í Njarðvíkurhöfn


 

 

 

 

 


                         Togarinn leggst að bryggju í Njarðvíkurhöfn

 

 

 


                Togarinn kominn á þann stað sem hann mun verða á næstunni

 

            Orlik K-2061, 2043. Auðunn og 2489. Hamar, í dag © myndir Emil Páll, 27. okt. 2014