26.10.2014 11:12
Sigurvon RE 133, í Reykjavík
Kristján P. Kristjánsson: Hér er mynd af Sigurvon RE 133 , sem áttu og gerðu út þeir Sigurður Pétursson og Guðmundur Ibsen. Myndin er tekin af bróður mínum Leó Kristjánssyni 1968.
Sigurður Pétursson var fósturbróðir móður okkar og við bræður þekktum hann vel. Hann er upprunalega frá Bolungarvík, en settist að á Djúpuvík í Strandasýslu uppúr 1930 og giftist þar 1933. Þar var hann símstöðvarstjóri og rak flóabátinn Hörpu. 1956 fluttust þau hjónin til Reykjavíkur, þar sem Sigurður ma gerði út Pétur Sigurðsson og Sigurvon. Sonur Sigurðar, Pétur Sigurðsson, hefur verið stýrimaður og skipstjóri, ma á fiskiskipum gerðum út frá Súgandafirði.
![]() |
257. Sigurvon RE 133, í Reykjavík © mynd Leó Kristjánsson, 1968 |
Skrifað af Emil Páli

