26.10.2014 20:20

Ný eða öllu heldur viðbótar-flotbryggja í Sandgerði

Í gær morgun var komið fyrir í Sandgerði fleiri flotbryggjum. Um var að ræða bryggju sem áður hafði verið neðan við Hörpu í Reykjavík og var dreginn fyrir allmörgum mánuðum til Sandgerðis, þar sem farið hafa fram endurbætur á bryggjunni og sem fyrr segir var henni komið fyrir í gærmorgun og þá tók ég þessar myndir, en ekki var búið að setja allar fingurna við bryggjuna þegar ég smellti af.


 

 

         Nýja eða öllu heldur viðbótar-flotbryggja  í Sandgerði, sem settar voru niður af Köfunarþjónustu Sigurðar © myndir Emil Páll, 25. okt. 2014

 

AF FACEBOOK:

Bragi Snær Og siggi sæm mætur a svæðið aftur