25.10.2014 14:15
Sæmundur GK 4, sem kyrrsettur er í Englandi með Jóni Gunnlaugs ST 444
Hér sjáum við annan þeirra sem kyrrsettur hefur verið í Englandi nú í viku, en þessi var í eftirdragi hjá Jóni Gunnlaugs ST 444, en báðir voru þeir á leiðinni í pottinn í Belgíu. Þótt aðeins hafi verið eftir um sólarhringur af ferðalagi þeirra þurftu þeir að leita hafnar og voru þar með stöðvaðir og er ekki enn útséð hvenær þeir eru búnir að gera það við skipið sem talið er að þurfi svo þeir geti lokið ferðinni.
![]() |
1264. Sæmundur GK 4 í RIVER TYNE, Englandi © mynd MarineTraffic, eric burn, 22. okt. 2014
Skrifað af Emil Páli

