22.10.2014 11:12
Situr Frú Magnhildur GK 222 eitt af byggðakvóta Sandgerðinga?
Þó nokkur kurr er meðal ýmsra sem róa að staðaldri frá Sandgerði, sökum nýúthlutaðs byggðakvóta upp á 181 þorskígildistonna. Ástæðan er sú að flestir þeirra báta sem þaðan róa eru með heimahöfn í nágrannabyggðarlögunum en ekki í Sandgerði. Aftur á móti er Frú Magnhildur GK 222 með heimahöfn þar og hefur það verið í umræðunni að sá bátur muni hugsanlega fá allan kvótann a.m.k. stóra hluta og það sem veldu kurr er líka að sá bátur hefur nánast ekkert róið frá Sandgerði.
![]() |
1546. Frú Magnhildur GK 222, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær © mynd Emil Páll, 21. okt. 2014
Skrifað af Emil Páli

