22.10.2014 11:12

Situr Frú Magnhildur GK 222 eitt af byggðakvóta Sandgerðinga?

Þó nokkur kurr er meðal ýmsra sem róa að staðaldri frá Sandgerði, sökum nýúthlutaðs byggðakvóta upp á 181 þorskígildistonna. Ástæðan er sú að flestir þeirra báta sem þaðan róa eru með heimahöfn í nágrannabyggðarlögunum en ekki í Sandgerði. Aftur á móti er Frú Magnhildur GK 222 með heimahöfn þar og hefur það verið í umræðunni að sá bátur muni hugsanlega fá allan kvótann a.m.k. stóra hluta og það sem veldu kurr er líka að sá bátur hefur nánast ekkert róið frá Sandgerði.

 

        1546. Frú Magnhildur GK 222, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í gær © mynd Emil Páll, 21. okt. 2014