22.10.2014 21:00

Benni Sæm GK 26: Þilfarið komið á hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Nokkuð vel gengur að lengja Benna Sæm GK 26, hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og eins og sést á þessari myndasyrpu, eru breytingarnar frá því í gær þó nokkrar, þó í raun sé að koma að því að myndavélin sjái þær ekki allar. Enda mikil vinna í gangi, en hér kemur syrpa dagsins.


 


          Á þessari neðri sést vel hvernig verkið leit út í morgun


 


               Þar sem í dag á að setja dekkið, eða þilfarið á sinn stað, þurfi áður að hífa um borð lestarbotninn, þar sem það verður ekki hægt eftir að þilfarið er komið


                                          Dekkið tilbúð til hífingar


                                      Hér sést undir tilsniðið dekkið


          Dekkið eða þilfarið eins og það er oftast kallað, komið á sinn stað

             2430. Benni Sæm GK 26 © myndir Emil Páll, í dag, 22. okt. 2014

AF FACEBOOK:

Þráinn Jónsson Ágætis gangur hjá okkur í dag