21.10.2014 21:00
Benni Sæm: Á að vera kominn á veiðar eftir 5 vikur og landaði síðast fyrir viku
Í morgun var hafist handa að koma stækkuninni á Benna Sæm fyrir, hjá Skipasmíðasmíðastöð Njarðvíkur, en eins og ég sagði frá í gær var hann þá tekinn í sundur. Stækkunin hefur þegar verið útbúinn í hlutum og kom það skemmtilega á óvart að hún passaði alveg, nánast upp á millimeter.
Sett var í botninn á bátnum og þar með kjölurinn og síðan var unnið við að gera klárt til að taka við fleiri hlutum í stækkunina og mun ég fylgjast með því. Framkvæmdir á bátnum eiga að ljúka innan fimm vikna og þar með að mála bátinn og að hann geti þá hafið veiðar og Siggi Bjarna GK 5, komi þá og fari í gegn um sama feril og Benni Sæmi er í nú. Í morgun var nákvæmlega vika liðin frá því að hann landaði síðast í Sandgerði.
Kemur hér stutt syrpa af því þegar unnið var við frágang á þessu botnstykki og eins að gera klárt fyrir áframhaldið.
![]() |
||||||||||
|
|






