19.10.2014 12:36
Jón Gunnlaugs var kyrrsettur ytra
Eins og ég hef áður sagt frá leitaði Jón Gunnlaugs ST 444 til hafnar í Skotlandi eftir að Sæmundur GK hafði slitnað aftan úr, en báðir voru þeir á leið í pottinn í Belgíu. Síðan þeir komu til hafnar hafa báðir bátarnir legið þar við bryggju og samkvæmt fregnum þá var Jón Gunnlaugs kyrrsettur ytra þar sem skip og búnaður var ekki nógu góður að dómi þarlendra yfirvalda og því er nú verið að laga og breyta svo hægt sé að fara með skipin á áfangastað.
![]() |
Svona var staðan núna í hádeginu samkvæmt MarineTraffic |
Skrifað af Emil Páli

