17.10.2014 15:30
Sprengd í hádeginu á 15 metra dýpi út af Stafnesi
Um hádegisbilið í dag var sprengjan sem ég sagði frá í morgun, að komið hefði í troll togarans Jóns á Hofi ÁR 42, sprengd á 15 metra dýpi út af Stafnesi. Um var að ræða nokkuð öfluga sprengju sem innihélt 225 kg. sprengiefni sem samsvarar um 500 kg. af dínamíti.
![]() |
1645. Jón á Hofi ÁR 42 og 2310. Hannes Þ. Hafstein, út af Sandgerði í morgun |
Skrifað af Emil Páli

