17.10.2014 15:50
Siggi Sæm, töluvert skemmdur - óvíst um framhaldið
Ljóst er að Siggi Sæm sem skemmdur var í Sandgerði á dögunum er töluvert skemmdur og óvíst um framhaldið, þó gert hafi verið við hann til bráðabirgða þar sem þetta er björgunarbátur Sandgerðinga nú þegar björgunarbáturinn Þorsteinn er óvirkur vegna bilunar. Auk þess sem eigandi hans Siggi þarf á honum að halda við ýmis störf sem hann tekur að sér.
Rannsókn skemmdarverkanna er enn í gangi hjá lögreglu.
![]() |
||
|
|
Skrifað af Emil Páli


