16.10.2014 21:00

Garri BA 90 og Ingibjörg SH 174, til Sólplasts, í dag

Rétt fyrir hádegi í dag var Garri BA 90 tekinn upp  og fluttur af Birni Marteinssyni á athafnarsvæði Sólplasts, í Sandgerði, en bátinn á að lengja og síðan sprauta. Upp úr hádeginu sigldi Ingibjörg SH 174 inn til hafnar í Sandgerði, en sá bátur sem einnig var að koma til Sólplasts er að koma í endurbætur og verður ekki hífður á land, heldur gert við hann við bryggju í Sandgerðishöfn

Hér birti ég myndir sem ég tók þegar búið var að hífa Garra upp á bryggjuna og fylgdi honum að athafnarsvæði Sólplasts og eins tók ég myndir af því þegar Ingibjörg sigldi inn í Sandgerðishöfn.


 


 

 


 

 

 


                 Búið að hífa 6575. Garra BA 90, á land og verið að ganga frá bátnum á bátakerru í Sandgerði, í hádeginu í dag


 


              Báturinn komin af hafnargarðinum í Sandgerði og kominn á leið að Sólplasti


 


                               Komið að athafnarsvæði Sólplasts


 


 


                            6575. Garri BA 90, við Sólplast í Sandgerði í dag


               2615. Ingibjörg SH 174, kominn inn í Sandgerðishöfn, rétt eftir hádegi í dag


 


                    Báturinn leggst að hafnargarðinum í Sandgerði í dag

                                     © myndir Emil Páll, 16. okt. 2014