15.10.2014 14:40

Sæmundur, slitnaði aftan úr Jóni Gunnlaugs, við Skotland - en náðist aftur

Í nótt lentu skipverjarnir á Jóni Gunnlaugs ST 444, sem er á leið í pottinn til Belgíu með Sæmund GK 4 í afturdragi, erfiðleikum með Sæmund. Endaði það með því að báturinn slitnaði aftan úr úti fyrir Skotlandi, en þeir á Jóni Gunnlaugs náðu honum þó aftur og komu skipin í framhaldi af því til hafnar í Tyne við Newcastle  í nótt, um kl. 3.50 á þarlendum tíma.

Skipin eru ennþá í höfn, en fregnir berast af því að þarlend yfirvöld líti málið alvarlegum augum og því þurfi að framkvæma ýmsilegt áður en haldið er áfram.


          1204. Jón Gunnlaugs ST 444 og 1264. Sæmundur GK 4, yfirgefa Njarðvík

                           sl. fimmtudag © mynd Emil Páll, 9. okt. 2014