15.10.2014 14:40
Sæmundur, slitnaði aftan úr Jóni Gunnlaugs, við Skotland - en náðist aftur
Í nótt lentu skipverjarnir á Jóni Gunnlaugs ST 444, sem er á leið í pottinn til Belgíu með Sæmund GK 4 í afturdragi, erfiðleikum með Sæmund. Endaði það með því að báturinn slitnaði aftan úr úti fyrir Skotlandi, en þeir á Jóni Gunnlaugs náðu honum þó aftur og komu skipin í framhaldi af því til hafnar í Tyne við Newcastle í nótt, um kl. 3.50 á þarlendum tíma.
Skipin eru ennþá í höfn, en fregnir berast af því að þarlend yfirvöld líti málið alvarlegum augum og því þurfi að framkvæma ýmsilegt áður en haldið er áfram.
![]() |
|
sl. fimmtudag © mynd Emil Páll, 9. okt. 2014 |

