15.10.2014 14:20
Benni Sæm, kominn í lengingu
Eins og ég hef sagt frá áður, mun Skipasmíðastöð Njarðvíkur lengja bæði Benna Sæm GK 26 og Sigga Bjarna GK 5, nú á haustdögum, um þrjá metra hvort skip. Fyrra skipið þ.e. Benni Sæm var í morgun tekinn upp slippinn og hér birtist mynd sem ég tók áður en hann var þveginn.
![]() |
|
© símamynd Emil Páll, 15. okt. 2014 |
Skrifað af Emil Páli

