09.10.2014 21:00
Jón Gunnlaugs ST 444 og Sæmundur GK 4, hófu í dag sína hinstu för.
Núna undir kvöld fór Jón Gunnlaugs ST 444 á stað frá Njarðvík með Sæmund GK 4, í togi. Ferðinni er heitið til Ghent í Belgíu, þ.e. í pottinn fræga. Meðal þeirra sem voru í áhöfninni var sem 1. vélstjóri maður sem ætti að þekkja bátinn betur en aðrir áhafnarmeðlimir, því hann hefur áður verið á bátnum, raunar undir þremur skráningum. Báturinn Jón Gunnlaugs, var fyrst GK 444 frá Sandgerði, svo ÁR 444 frá Þorlákshöfn og að lokum ST 444 frá Hólmavík.
Er báturinn fór kvöddu hann tveir sem störfuðu mikið við bátinn, sem starfsmenn Miðness hf. á sínum tíma, þetta eru þeir Magnús Bergmann Magnússon og Hreinn Steinþórsson og sjást myndir af þeim báðum, en þó fleiri af þeim fyrrnefnda þar sem hann mætti á undan hinum. En allt um það í myndasyrpu þeirri sem nú birtist.
- p.s. bátarnir fóru af stað kl. 18.10 og fyrir um hálfri klukkustund voru þeir að sigla fyrir Garðskaga á 6.6 mílna hraða og kl. 21.50 voru þeir að nálgast Hafnaberg á Reykjanesi og hraðinn var 8.6 mílur.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
|
|















