07.10.2014 21:00

Njarðvík, í dag: Erling KE 140, Auðunn, Jón Gunnlaugs ST 444 og Oddur V. Gíslason

Erling fór niður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag, en hann hefur að undanförnu verið í miklum endurbótum, sem hófust uppi á Akranesi, þar sem lestin var öll tekin í gegn og m.a. sandblásin, síðan var báturinn málaður allur, öxuldreginn o.fl. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Er báturinn kom niður dró Auðunn hann að bryggju áður en vélin var sett í gang.

Jón Gunnlaugs ST 444, er jafnvel á förum í sína hinstu för yfir hafið með Sæmund GK 4, í eftirdragi. Var hann tekin upp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur til að athuga með kælinguna og botnhreinsa og á að fara niður í fyrramálið og jafnvel út landi á morgun, eða alveg næstu daga, ef veður leyfir.

Oddur V. Gíslason er búinn að vera í mikilli klössun hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og lauk þeim þætti í dag og báturinn sjósettur í dag í Gullvagninum og sigldi síðan heim til Grindavíkur.

Birti ég nú myndir varðandi þessa fjóra sem hér koma við sögu.


               233. Erling KE 140, kominn út úr húsi í Njarðvík, í dag


 


 


                  Hér er búið að færa bátinn yfir í sleðann og sést þegar verið er að lyfta skipverjum um borð, áður en báturinn rennur niður í sjó


 


           Sleðinn á leið með bátinn niður í sjó og sést

          Auðunn á neðri myndinni bíða eftir bátnum


                                         Báturinn kominn í sjó


 


                                 2043. Auðunn bíður eftir Erling


           Erling kominn niður úr slippnum og Auðunn kominn með taug í hann


 


                             2043. Auðunn, með 233. Erling KE 140, í togi

 

                         Hér er Erling kominn að bryggju í Njarðvík í dag

 


             Þessir tóku að sér að koma 1204. Jóni Gunnlaugs ST 444, að slippbryggjunni


            1204. Jón Gunnlaugs ST 444, kominn frá bryggju í Njarðvíkurhöfn og stefni að slippbryggjunni


                                 Við Slippbryggjuna í dag


 


 


 


           1204. Jón Gunnlaugs ST 444, kominn upp í Njarðvíkurslipp

 


 


 


              2743. Oddur V. Gíslason, í Gullvagninum á leið til sjávar í dag


 


 


 


 


                                  Báturinn laus frá vagninum

                                 © myndir Emil Páll, í dag, 7. okt. 2014