07.10.2014 21:00
Njarðvík, í dag: Erling KE 140, Auðunn, Jón Gunnlaugs ST 444 og Oddur V. Gíslason
Erling fór niður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag, en hann hefur að undanförnu verið í miklum endurbótum, sem hófust uppi á Akranesi, þar sem lestin var öll tekin í gegn og m.a. sandblásin, síðan var báturinn málaður allur, öxuldreginn o.fl. í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Er báturinn kom niður dró Auðunn hann að bryggju áður en vélin var sett í gang.
Jón Gunnlaugs ST 444, er jafnvel á förum í sína hinstu för yfir hafið með Sæmund GK 4, í eftirdragi. Var hann tekin upp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur til að athuga með kælinguna og botnhreinsa og á að fara niður í fyrramálið og jafnvel út landi á morgun, eða alveg næstu daga, ef veður leyfir.
Oddur V. Gíslason er búinn að vera í mikilli klössun hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og lauk þeim þætti í dag og báturinn sjósettur í dag í Gullvagninum og sigldi síðan heim til Grindavíkur.
Birti ég nú myndir varðandi þessa fjóra sem hér koma við sögu.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
Hér er Erling kominn að bryggju í Njarðvík í dag
|





























