03.10.2014 16:17
Sólplast breytir Darra EA 75, í beitingavélabát - Pálína Ágústsdóttir gerð á meðan út frá Hrísey
Eins og margir muna keypti K&G ehf., í Sandgerði útgerðarfélagið í Hrísey og til að efla fiskvinnsluna þar, var Siggi Bjartar ÍS keyptur og gefið nafnið Darri EA 75. Nú er verið að breyta bátnum í beitingavélabát hjá Sólplasti í Sandgerði, en á meðan rær annar bátur frá útgerðinni Pálína Ágústsdóttir GK 1, út frá Hrísey. Af Darra er það að frétta að Sólplast er langt komið með það sem þeir eiga að gera.
![]() |
|
AF FACEBOOK: Guðni Ölversson Þetta eru magnaðir bátar. Til skammar að ekki hafi verið smíðað meira af þeim. |
Skrifað af Emil Páli

