02.10.2014 15:35

Áhöfninni sagt upp og bátnum lagt

bb.is:

Hálfdán Einarsson ÍS. Mynd: vikari.is.
                           Hálfdán Einarsson ÍS. Mynd: vikari.is.
 

Áhöfn og beitningarfólki á Hálfdáni Einarssyni ÍS frá Bolungarvík hefur verið sagt upp störfum. Samkvæmt heimildum bb.is bárust starfsmönnum uppsagnarbréf með stefnuvotti í gær. Bátnum verður lagt um áramót en kvótinn verður veiddur á öðrum bátum í Bolungarvík. Hálfdán Einarsson ÍS er gerður út af Völusteini ehf. sem er í eigu Fiskmarkaðs Bolungarvíkur. Bolvísku fyrirtækin Jakob Valgeir ehf., Salting ehf. og Blakknes ehf. eiga Fiskmarkaðinn. Völusteinn var í eigu útgerðarmannanna Gunnars Torfasonar og Ólafs Jens Daðasonar, en Fiskmarkaðurinn keypti Völustein um síðustu áramót.

Þegar Fiskmarkaðurinn keypti Völustein kom fram að kvótinn á Hálfdáni Einarsssyni væri um 1.200 þorskígildistonn. Ekki náðist í Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformann Fiskmarkaðs Bolungarvíkur, við gerð þessarar fréttar.

AF FACEBOOK:

Alfons Finnsson ja hvur assgotinn

Guðni Ölversson Já. Svona er Ísland í dag og var í gær og verður á morgun.