01.10.2014 11:02

Síldarvinnslan hefur keypt Gullberg ehf. og þar með Gullver NS 12

ruv.is:

 
 
                                                            Mynd: RÚV.
 

Síldarvinnslan hf. hefur keypt útgerðarfyrirtækið Gullberg ehf. á Seyðisfirði, skuttogarann Gullver NS 12 og eignir fiskvinnslunnar Brimbergs.

Að sögn Gunnþórs Ingvasonar, framkvæmdastjóra Síldarvinnslunnar, er það stefna fyrirtækisins að gert verði áfram út frá Seyðisfirði og rekin þar fiskvinnsla. Síldarvinnslan sé með umfangsmikla starfsemi fyrir á Seyðisfirði, fyrirtækið hafi undanfarið styrkt stöði sína varðandi fiskveiðiheimildir í bolfiski og þessi kaup séu liður í því. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.