Í dag var þriðji og síðasti dagur Sjávarútvegssýningarinnar í Fífunni, Kópavogi og mætti ég þar með myndavélina eins og hina tvo daganna. En eins og fram kemur undir myndunum sem eru sumar með öðru sviði en ég hef birt hina tvo daganna, þá var sýning þessi mikil upplifun fyrir mig, allt um það undir fyrstu myndinn,.
 |
|
Allir viðstaddir voru merktir nöfnum og fyrirtækjum þar sem það átti við. Ég tók þann kost að láta merkja mig með netfangi skipasíðunnar og sé svo sannarlega ekki eftir því. Alla þrjá daganna komu við sögu margir aðilar bæði einstaklingar svo og fulltrúar fyrirtækja, sem stoppuðu mig til að ræða við mig um síðuna og varð ég oft hissa á því sem sagt var ( enda oftst um að ræða aðila sem ég hef aldrei áður heyrt í). Ástæðan var sú að örugglega 3/4 hluti þessa hóps hrósaði mér fyrir síðuna. Auðvitað var það misjafnt sem þeir tóku sérstaklega fram, en það var bæði varðandi umfjöllun og myndir og þá sér í lagi úrval mynda, þar sem ég tæki fyrir allar tegundir af bátum og sjóförum og skipti engu málin hvor um væri að ræða trillur eða stórskip, úr plasti, járni, áli eða tré. Einnig kom fram hjá sumum að gaman væri að sjá myndir frá öðrum löndum eins og ég geri mikið af. Hinn hlutinn bauð mér upp á myndir sem ég mun birta síðar meir. Enginn, já enginn gagnrýndi síðuna hjá mér og því ljóst að sú gagnrýni sem verið hefur á ýmsum skipasíðum er bara þeirra sem þar kemur fram - en snúum okkar nú af frekari myndum frá þessum síðasta degi sýningarinnar.
 |
|
Grindavíkurbásinn var valinn besti hóp - og landsvæðisbás sýningarinnar, en þarna stóðu 11 fyrirtæki saman um einn bás
 |
|
Margir skemmtilegir básar voru á sýningunni en þessi þ.e. Olís-básinn var einn þeirra, en ef ég man rétt þá hefur hann verið hjá þeim áður
 |
|
Þó nokkur skipslíkön voru þarna og birti ég á fyrsta degi myndir af sumum þeirra en þetta er af Lilly Johanne
Þá koma myndir af ýmsum gestum sýningarinnar í dag
 |
|
Arnbjörn Eiríksson, eða Bjössi á Stafnesi, eins og hann kallar sig
 |
|
Pétur Pálsson, í Vísi o.fl.
 |
|
Bjössi á Stafnesi og Stulli Högna, starfa báðir hjá Nesfiski
 |
|
Árni Árnason, var á vakt hjá Símanum
 |
|
Árni Þórhallsson, skipstjóri á Sigurfara GK 138
 |
Garðar Guðmundsson í K&G, ásamt eiginkonu sinni, sem ég man því miður ekki nafnið á, nema hvað hún er Ómarsdóttir |
|
|
|
|
|
|
|
|
© myndir Emil Páll, í dag, 27. sept. 2014
|