26.09.2014 18:19

Ársæll Sigurðsson HF 80, í morgun

Í morgun stóð til að ég myndi fylgjst með því þegar Ársæll Sigurðsson HF 80, yrði fluttur frá Sólplasti í Sandgerði til sjávar í Sandgerðishöfn. Ýmsar tafir komu þó í veg fyrir það og við það bættist að óskað var eftir komu minni strax inn á Sjávarútvegssýninguna í Fífunni Kópavogi. Náði ég því aðeins að taka fjórar myndir, áður en ég hvarf af vettvangi og hér koma þær.


              Flutningabíll frá Jóni & Margeiri, dregur dráttarvagninn með bátnum út úr húsinu hjá Sólplasti


 


                                        Báturinn þokast út


            Hér stöðvast ferð bátsins út, meðan lokið er við að gera verk sem ekki var hægt að framkvæma meðan báturinn var innandyra © myndir Emil Páll, í morgun, 26. sept. 2014