24.09.2014 09:11
Óli á Stað GK 99, kominn í Fífuna, Kópavogi
Eins og ég sagði frá í fyrrakvöld var Óli á Stað GK 99, tekinn upp í Kópavogshöfn, með Gullvagninum og átti að halda áfram með hann um kvöldið í Fífuna, þar sem hann mun standa úti meðan Sjávarútvegssýningin stendur yfir. Lögregluyfirvöld í Kópavogi samþykktu ekki flutningin þá um kvöldið og var hann fluttur nú í nótt og sýnist mér á með fylgjandi mynd að Gullvagninn hafi ekki verið notaður til þeirra flutninga. Þessar myndir sendi Þórður Adolfsson mér og sendi ég honum kærar þakkir fyrir.
|
|
||
| 2841. Óli á Stað GK 99, kemur í Fífuna, Kópavogi, í nótt © myndir Þórður Adolfsson, 24. sept. 2014 |
Skrifað af Emil Páli


