24.09.2014 21:00

Nýir eigendur Sigluness SH 22, lagðir á stað með bátinn til Ísafjarðar

Í dag kom bíll frá Skipaþjónustu Íslands til að sækja Sigluness SH 22, þar sem hann stóð á athafnarsvæði Sólplasts í Sandgerði, en eins og ég sagði nýlega frá hefur báturinn verið seldur til Ísafjarðar. En til Sólplasts koma henn eftir bruna utan við Snæfellsnes fyrir nokkrum mánuðum, en aðeins kom í hlut Sólplasts að fjarlægja þið brennda úr bátnum og síðan settu tryggingarnar hann í söluferli.

Bíll sá sem sótti bátinn í dag, flutti hann í skip í Reykjavík, en með því fer hann til nýrrar heimahafnar á Ísafirði, þar sem gert verður við hann.

Þessa syrpu tók Jónas Jónsson, fyrir mig af bátnum og bíl Skipaþjónustu Íslands.


 


 


 


 


 


 

 

 


 


 


 


 


 


 


 


 


                6298. Siglunes SH 22, fluttur í dag frá Sólplasti, til Reykjavíkur, þar sem hann fer í skip er flytur hann til Ísafjarðar © myndir Jónas Jónsson, 24. sept. 2014