23.09.2014 19:58
Kaupir ríkið Breiðafjarðarferjuna Baldur?
bb.is:
Ný flétta er að koma upp í ferjumálum landsmanna sem gengur út á að hið opinbera kaupi gamla Baldur, sem stendur til að selja úr landi og noti hann til að leysa af Breiðafjarðar- Vestmannaeyja- og Hríseyjarferjurnar þegar þær þurfa að fara í slipp eða bila. Söluverð Baldurs er um það bil hundrað milljónir króna, eða aðeins brot af þeirri upphæð sem það myndi kosta að leigja erlendar ferjur í þessu verkefni á ári, að mati þeirra, sem eru að skoða málið. Frá þessu er greint á visir.is.
Þá mun nýi Baldur, sem kemur til landsins eftir nokkra daga ekki geta siglt inn í Landeyjahöfn vegna djúpristu, þannig að hann mun ekki getað hlaupið í skarðið fyrir Herjólf eins og gamli Baldur hefur gert. Það þyrfti því að leigja erlenda ferju í það til að halda uppi siglingum til Landeyjahafnar sem nú þykir eini raunhæfi samgöngumátinn nema í undantekningum vegna óveðurs.
