22.09.2014 21:00
Óli á Stað GK 99 - í Kópavogi - með Gullvagninum
Þegar þetta er skrifað bíður Óli á Stað GK 99, á Gullvagninum, eftir lögreglufylgd, er ferðinni er heitið á Sjávarútvegssýninguna, þar sem báturinn mun standa utanhúss í vagninum.
Hér birti ég syrpu sem ég tók af bátnum í Kópavogshöfn, í dag og þegar Gullvagninn tók hann á land og flutti á þann stað þar sem beðið er eftir lögreglufyldinni, en yfirvaldið sagði að það yrði í fyrsta lagi kl. 21, þar sem loka þyrfi Hafnarfjarðarveginum meðan farið yrði þar yfir.
Töluvert var um áhorfendur við Kópavogshöfn í dag meðan báturinn var þar og sérstaklega þegar Gullvagninn kom við sögu en þeir hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur voru fengnir til að koma inneftir. Flestir áhorfenda vildu ekki trúa því að Gullvagninn næði þessum stóra báti á land og gæti flutt hann, en allt gekk það þó upp og urðu áhorfendur mjög hissa, enda höfðu flestir enga enga vitnenskju um vagninn, eða getu hans.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|






























