19.09.2014 14:15

Taug­in í flutn­inga­skipið slitnaði

Mbl.is:

Drátt­ar­taug­in, sem komið var á milli varðskips­ins Þórs og flutn­inga­skips­ins Green Freezer, slitnaði þegar reynt var að draga að draga skipið af strandstað við Fá­skrúðsfjörð. Aft­ur verður reynt að koma skip­inu á flot á síðdegs­is­flóðinu.

Óraun­hæf plön út­gerðar­inn­ar

Að sögn Auðuns Krist­ins­son­ar, verk­efna­stjóra á aðgerðarsviði Land­helg­is­gæsl­unn­ar, seg­ir að taug­in hafi slitnað þegar yfir 100 tonna átak var komið á hafa. „Það seg­ir okk­ur raun­veru­lega það að öll plön út­gerðar­inn­ar um að nota 28 tonna bát í þetta voru ekki raun­hæf,“ seg­ir Auðunn. Hann seg­ir að tím­inn fram að síðdeg­is­flóði verði nýtt­ur til þess að dæla olíu úr skip­inu til að létta það. „Við vor­um viðbún­ir því að þetta gæti gerst  þó við ætt­um frek­ar von á því að skipið myndi losna. Skipið sit­ur í leir og þetta var viðbúið,“ seir Auðunn.   

Í gær tók Land­helg­is­gæsl­an ákvörðun um að beita íhlut­un­ar­rétti, í sam­ræmi við lög um vernd­un hafs og strand­ar vegna flutn­inga­skips­ins sem strandaði í Fá­skrúðsfirði á miðviku­dags­kvöld. Ákvörðunin var tek­in að höfðu sam­ráði við Um­hverf­is­stofn­un.

Hjálp­ar­beiðni barst Gæsl­unni um kl. 20 á miðviku­dags­kvöld. Kallaðar voru út björg­un­ar­sveit­ir Slysa­varn­ar­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar á Aust­ur­landi, þ.m.t. björg­un­ar­skip og bát­ar allt frá Vopnafirði til Horna­fjarðar. Fjölveiðiskip Sam­herja, Vil­helm Þor­steins­son hélt auk þess sam­stund­is á strandstað og lóðsbát­ur­inn Vött­ur kom á staðinn.