19.09.2014 13:41
Mynd af nýja Baldri, núverandi skip selt til Portúgals
![]() |
|
|
Innanríkisráðuneytið hefur snúið við ákvörðun Samgöngustofu um synjun á innflutningi ferjunnar Vaagan frá Noregi. Það er því ljóst að innan skamms mun skipið koma til landsins og hefja siglingar á Breiðafirði.
Núverandi ferja, sem er í tímabundnu verkefni í Vestmannaeyjum, mun koma strax aftur að því loknu og þjónusta Breiðafjörðinn, uns nýja ferjan kemur sem verður væntanlega fyrir 10. október n.k.
Núverandi Baldur hefur verið seldur til Portúgals
Skrifað af Emil Páli

