17.09.2014 21:00
Andvari RE 8 / Jón Guðmundsson KE 4 / Sandgerðingur GK 517 - Grímur Karlsson og Jóhann Guðbrandsson
Þegar ég var að vinna myndirnar sem ég birti á dögunum um skip tengd Jóhanni Guðbrandssyni, svo og honum sjálfum, vaknaði hjá honum að gaman væri að hitta Grím Karlsson. Þegar ég minntist á það við Grím, kom sami áhuginn fyrir að hitta Jóhann og því ákvað ég í samráði við þá báða að við Grímur kæmum í gær í heimsókn til Jóhanns og úr varð frábær uppákoma. Þarna voru á ferðinni tveir gamlir skipstjórar, sem báðir höfðu að auki verið í útgerð og fiskvinnslu. Áður hafði komið í ljós að Jóhann átti líkan af Sandgerðingi GK 517, sem var hans fyrsti bátur og um leið kom fram að þetta var fyrsta líkanið sem Grímur hafði smíðað. Höfðu þeir því um margt að tala, sem ekki verður rætt nánar um hér.
Birti ég því myndir tengdar bátnum, þ.e. af síðasta nafni hans og tveimur fyrri nöfnum, svo og af þeim félögum Grími Karlssyni og Jóhanni Guðbrandssyni, sem ég tók í gær á heimili Jóhanns, í Sandgerði.
![]() |
||||||||||||
|
|







