15.09.2014 16:38

Leki kom að báti út af Siglufirði og tveir slitnuðu frá bryggju í Njarðvík og lentu á öðrum


               2005. Kaldi SI 23, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 6. ágúst 2014

Björg­un­ar­sveit­ir voru kallaðar út um klukk­an 18:30 í gærkvöldi þegar leki kom að Kalda SI 23, um 13 sjó­míl­um norðaust­ur af Sigluf­irði. Bát­ur­inn var raf­magns­laus og því ekki hægt að dæla úr hon­um nema með hand­dæl­um um borð og hafði skip­verj­inn ekki und­an. Björg­un­ar­skipið Sig­ur­vin á Sigluf­irði er í slipp vegna viðhalds og fóru því tveir björg­un­ar­sveita­menn á trillu með dæl­ur til móts við leka bát­inn. Þeir fylgja Kalda til hafn­ar á Sigluf­irði. Aðrir björg­un­ar­bát­ar af svæðinu voru einnig kallaðir út en var snúið við þegar ljóst var að fyrstu dæl­urn­ar sem bár­ust á staðinn dugðu í verkið.


               2298. Anna María ÁR 109, 1829. Máni ÁR 70 og 1887. Máni II ÁR 7, í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll, 5. sept. 2014. Þegar óhappið varð var Andey GK 66 farin, en fyrir innan þann bát var 1081. Valþór GK 123.

Í óveðrinu í gærmorgun slitnuð Mánarnir frá að aftan og lentu á Önnu Maríu og Valþóri. Einhverjar skemmdir urðu, m.a. á Önnu Maríu. Hafnarstarfsmenn á hafnsögubátnum Auðunn og lögreglan bjargaði bátunum að bryggju og bundu þá að nýju.