15.09.2014 21:00

Ebbi AK 37: Tjónaviðgerð lokið af hálfu Sólplasts og Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur

Eftir hádegi í dag var Ebbi AK 37 sjósettur með Gullvagninum, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur er það fyrirtæki ásamt Sólplasti í Sandgerði voru með samstarf um tjónaviðgerðina á bátnum. Sá Sólplast um alla plastvinnu, en annað koma í hlut Skipasmíðastöðvarinnar. Sem kunnugt er af fyrri fréttum hér á síðunni tók báturinn niðri á Gerðahólma, í Garði, er hann var á makrílveiðum 30. ágúst sl. Dró Máni II ÁR 7 bátinn til Keflavíkur þar sem landað var úr honum og fór hann síðan í samfloti með Hregga AK 85, til Njarðvíkur þar sem hann var tekinn upp.

Hér kemur myndasyrpa sem ég tók í Njarðvík í dag:


 


 


           Gullvagninn bakkar með 2737. Ebba AK 37, niður að sjósetningabrautinni í Njarðvík í dag

 

 


 


                              Hér er báturinn kominn í sjóinn að nýju


                     Báturinn laus við vagninn og þá er bara að bakka frá


 


 


                 Því næst bakkaði Ebbi að bryggju í Njarðvíkurhöfn

                             © myndir Emil Páll, í dag 15. sept. 2014

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Þetta er hörku bátur.