14.09.2014 12:13
Stafnes KE 130, í Njarðvíkurhöfn, í gær
Stafnesið kom til Njarðvíkur í fyrrakvöld eftir veru í Barentshafi þar sem það var í sumar eins og í fyrra við þjónustu við olíuleitarskipin. Veran nú var styttri en átti að vera, sökum þess að skipið gat ekki farið á svæðið á upphaflega ákveðnum tíma sökum þess að ís lokaði svæðinu og sama gerðist nú að ísinn var kominn aftur og því varð að hætta fyrr en áætlað var. - Samkvæmt fréttum er norður siglingaleiðin sem liggur þarna fyrir norðan Noreg og Rússland að lokast sökum ís.
![]() |
964. Stafnes KE 130, í Njarðvíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 13. sept. 2014
Skrifað af Emil Páli

