12.09.2014 06:10

Nokkrar nýjar frá Noregi

Elfar Eiríksson: Nokkrar nýjar myndir frá Noregi.

Það er annars að frétta af Makrílveiðum héðan að hann hefur verið ákaflega erfiður viðfangs í ár, sennilega vegna sjávarhita en sjórinn er uþb 2-3° heitari en hann ætti að vera á þessum tíma og þar af leiðandi stendur Makríllinn dýpra og bítur illa á agnið. Höfum þó fengið upp í 12 tonn á hálfum degi af 350 gr. Makríl, núna þegar þetta er skrifað þá er nú farið að fást Makríll í Norðursjónum en er af blandaðri stærð ennþá en þar er eitt drýgsta Makrílveiðisvæðið af stórum Makríl, 400-550 gr.


           Buefjord, SF-45-A, á siglingu fyrir utan Værlandet, þess má geta að hann var keyptur til núverandi eigenda sl haust en áður hafði hann nafnið Einar Erlend © Elfar Eiríksson, Noregi, í sept. 2014


                  Einn líttill sem fyldi okkur eins og skugginn, fyrir utan Bremanger en þar sem hann var ekki með Sónar og Makríllinn í stórum torfum sem voru á töluverði ferð og því erfitt fyrir hann að eiga við hann © mynd Elfar Eiríksson, Noregi, í sept. 2014


              Makríll  © Elfar Eiríksson, Noregi í sept. 2014


                Svona hafði eldgosið í Holuhrauni áhrif á Sólina núna í vikunni, eins og það hefði gleymst að ,,kveikja á henni. © Elfar Eiríksson, Noregi í sept. 2014


              Vestbas með 250 tonna Makrílkast á síðunni á Breisundet við Ålesund © Elfar Eiríksson, 10. sept. 2014