12.09.2014 15:31

Losa farm­inn úr Akra­felli á morg­un

mbl.is:

Akra­fell, flutn­inga­skip Sam­skipa sem strandaði við Vatt­ar­nes í liðinni viku, hef­ur verið bundið við bryggju á Eskif­irði und­an­farna daga þar sem unnið hef­ur verið við að þétta skipið og koma í veg fyr­ir frek­ara tjón og fyr­ir­byggja meng­un. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu.

„Dæl­ing úr skip­inu geng­ur vel og tækni­menn vinna að því lág­marka tjón í vél­ar­rúmi.
Áætlað er að flytja skipið að Mjó­eyri við Reyðarfjörð þar sem farm­ur­inn verður losaður. Gert er ráð fyr­ir að los­un farms hefj­ist á morg­un laug­ar­dag. Und­ir­bún­ing­ur og fram­kvæmd á flutn­ingi skips­ins er unn­in í sam­ráði við hlutaðeig­andi aðila.

Drátt­ar­bát­ur frá Höfn í Hornafirði, Björn Lóðs og Björg­un­ar­skipið Vött­ur munu aðstoða við flutn­ing á Akra­fell­inu frá Eskif­irði til Reyðarfjarðar,“ seg­ir enn­frem­ur.