12.09.2014 21:00
Jörundur EA 335, Eldey EA 110, Garðar EA 761, Gylfi EA 628, Hjalteyri EA 105 og Sævaldur ÓF 2
Einn þekktasti líkanasmiður landsins, hvað varðar bátalíkön er án efa Grímur Karlsson, í Njarðvík. Hann hefur stundað þessa grein í einhverja áratugi og smíðað milli 4 og 5 hundruð líkön.
Af þessu tilefni tók ég hús á honum og tók um leið myndir af nýjustu 6 líkönunum sem hann hefur gert, en þau eru af Jörundi EA 335, Eldey EA 110, Garðari EA 761, Gylfa EA 627, Hjalteyri EA 105 og Sævaldi ÓF 2.
Frá því hann hóf smíði þessa hefur hann fengið ýmsar viðkenningar og hrós bæði hér innanlands og eins að utan. Hann er hinsvegar mjög hógvær þegar ég spurði hann hvernig þetta gengi hjá honum. ,,Mér gengur vel að gefa líkönin, ekki eins vel að selja þau, enda er sumt af þessu ekki nokkur smíði“, sagði Grímur.
Varðandi vinnuna við smíðina sagði hann hana vera mismikla, t.d. hefði hann verið í sjö mánuði að smíða Jörund.
Hér fyrir neðan koma myndir af líkönum 6 sem ég segi frá hér að ofan og síðan fyrir neðan myndir af hverjum báti fyrir sig, birti ég sögu þess báts í stuttu máli.
|
Jörundur EA 335 |
||||||||||
|
228. Jörundur EA 335
Smíðaður úr stáli, í Englandi 1949. Sökk út af Vattarnesi 28. jan. 1973.
Nöfn: Jörundur EA 335, Þorsteinn Þorskabítur SH 200, Sigurey EA 8 og Jón Kjartansson SU 111.
![]() |
||||||||
|
415. Eldey EA 110
|
415. Eldey EA 110
Smíðaður í Svíþjóð 1946, úr eik. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 29. nóv. 1972.
Nöfn: Eldey EA 110, (frá Hrísey), Andey RE 177 og Fjölnir ÍS 177
![]() |
||||||
|
|
446. Garðar EA 761
Smíðaður í Svíþjóð 1946 úr eik. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 29. nóv. 1978.
Nöfn: Garðar EA 761, (frá Rauðuvík), Garðar GK 61, Björgvin ÍS 515, Skarphéðinn GK 35 og Skarphéðinn SU 588.
![]() |
||||||
|
|
509. Gylfi EA 628
Smíðaður á Akureyri 1939 úr eik. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 27. okt. 1983.
Nöfn: Gylfi EA 628 (frá Rauðvík), Fróði RE 44, Eyfirðingur ÞH 39, Fróði RE 111 og Sigurþór GK 43.
![]() |
||||||||
|
|
718. Hjalteyri EA 108
Smíðaður í Svíþjóð úr furu. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 23. nóv. 1965.
Nöfn: Hjalteyri EA 105, Ottó EA 105 og Ottó RE 337.
![]() |
||
|
|
844. Sævaldur ÓF 2
Smíðaður úr eik í Svíþjóð 1946. Sökk 8 sm. Frá Öndverðarnesi 1. sept. 1974.
Nöfn: Sævaldur ÓF 2, Sævaldur SU 2, Sævaldur SF 4, Sævaldur ÍS 73 og Ögurnes HU 4.
![]() |
||
|
|


























