11.09.2014 21:00

,,Kerlingarnar" hans Bóba, þ.e. Guðmundar Garðarssonar fyrrum skipstjóra

Hér birti ég stutt viðtal sem blaðið Faxi tók við Bóba, fyrrum skipstjóra, fyrir síðustu jól. Bóbi var m.a. með Sigurpál GK, Helgu Guðmundsdóttir BA  og  marga fleiri báta.

,,Guðmundur Garðarsson skipstjóri í Njarðvík er listfengur maður en lífið á sjónum í hálfa öld hefur ekki gefið mikið svigrúm til listsköpunar. Fyrir þremur árum byrjaði hann að skera út í rekaviðadrumba í bílskúrnum heima hjá sér.  Hann fikraði sig áfram og haglega unnar líkneskjur af vígalegum körlum sáu dagsins ljós en síðan kom röðin af konunum og Guðmundur hefur að mestu haldið sig við þær síðan. Hann hefur haldið sýningar á ,,kerlingunum“ sínum eins og hann kallar þær “ og á nýlokinni Ljósanótt var hann með sýningu ,, á þessu skemmtilega handverki“ og nánast seldust þær allar.

 

           Bóbi, Guðmundur Garðarsson með kerlingum sínum  © mynd og viðtal út jólablaði Faxa, Eðvarð T. Jónsson, í des. 2013