10.09.2014 21:00

Faxi GK 84, Ísbjörn GK 87 - Jón & Margeir - Sandgerði, Garður

Í dag fylgdist ég með þegar Margeir Jónsson hjá Jóni & Margeir, í Grindavík, mætti niður á Sandgerðishöfn, til að taka tvo báta á land. Fyrst var það Ísbjörn GK 87 sem var hífður upp á bíl Jóns & Margeirs og fluttur nokkra metra og settur þar niður. Þá var það Faxi GK 84 sem var í smábátahöfninn í Sandgerði og sigldi yfir að hafnargarðinum þar sem hann var hífður upp á bílinn og fluttur þaðan út í Garð, nánast heim til sín og þar verður hann trúlega geymdur i vetur.

7103. Ísbjörn GK 87


               7103. Ísbjörn GK 87 við bryggjuna og Jón & Margeir mættir á staðinn


                                        Báturinn hífður upp úr sjónum


 


                                      Báturinn kominn upp á bílinn

              Búið að flytja bátinn um nokkra betra eða þangað sem hann mun standa


                 7103. Ísbjörn GK 87, kominn á þann stað sem hann átti að fara

 

7426. Faxi GK 84

                    7426. Faxi GK 84, siglir út úr smábátahöfninni, í Sandgerði


                                  Hér stefnir hann á hafnargarðinn


             7426. Faxi GK 84, kemur upp að hafnargarðinum og sem kraninn frá Jóni & Margeir, bíður tilbúinn til að lyfta honum upp


 


                       Hér er búið að hífa bátinn upp á bílinn


 


                                   Þá hefst flutningurinn á næsta stað...


                                         ...en fyrst þarf að snúa við...


                                     ...og svo er ekið upp hafnargarðinn


                Hér fer báturinn með Jóni & Margeiri eftir þjóðveginum milli Sandgerðis og Garðs


                             Þá eru þeir komnir á Garðbrautina, í Garði


 


                 Hér endar flutningurinn, en ég mátti því miður ekki vera að því að fylgjast með því þegar báturinn væri hífður af bílnum á þann stað sem hann mun trúlega verða í vetur

                                             © myndir Emil Páll, 10. sept. 2014