07.09.2014 07:23

Skipið komið til hafnar á Eskifirði

ruv.is:

             Samskip Akrafell og Aðalsteinn Jónsson. RÚV-mynd:Rúnar Snær Reynisson.
 
 

Akrafell, flutningaskip Samskipa, sem strandaði á skeri við Vattarnes, milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, aðfaranótt laugardags, er komið til hafnar á Eskifirði.

Skipið losnaði af strandstað á háflóði á miðnætti í nótt. Skipið Aðalsteinn Jónsson og hafnsögubáturinn Vöttur toguðu skipið þar til það losnaði. 

Aðalsteinn Jónsson sigldi með skipið í togi til hafnar — upphaflega var stefnt á að sigla með skipið til hafnar á Reyðarfirði en síðar var ákveðið að stefna til Eskifjarðar. Varðskipið Ægir fylgdi skipunum eftir. 

Ekkert bendir til þess að leki hafi komið að Akrafellinu við togið eða að olía hafi lekið úr skipinu. Fimm varðskipsmenn auk skipstjóra voru borð í skipinu þegar það losnaði