07.09.2014 06:10
Samskip Akrafell, losnaði um miðnætti af strandstað
Samskip Akrafell, losnaði um miðnætti af strandstað við Vattarnes. Fimm menn auk skipstjóra voru borð í skipinu þegar það losnaði. Ekki hefur orðið vart við mengun frá skipinu.
Fjölveiðiskipið Aðalsteinn Jónsson SU 11 fylgdi skipinu til Reyðarfjarðar.
Varðskipið Ægir fylgir skipunum eftir til að verða til taks ef á þyrfti að halda.
Skrifað af Emil Páli
